*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 18. ágúst 2017 16:19

Flugferðin til Berlínar á undir 5000

Wow air eykur einnig flugferðir til Berlínar í kjölfar erfiðleika Airberlin, líkt og Icelandair tilkynnti um fyrr í dag.

Ritstjórn
european pressphoto agency

WOW air lækkar verð og eykur framboð til Berlínar segir í fréttatilkynningu frá félaginu, en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í dag hefur Icelandair einnig aukið framboð til borgarinnar. WOW air lækkar verð á flugi til Berlínar í 4.999 krónur og eykur framboð sitt á ferðum til borgarinnar. Fram að þessu hefur félagið flogið til Berlínar sjö sinnum í viku en ferðir verða átta talsins síðar í vetur.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir af þessu tilefni: „WOW air hefur alltaf haft það að leiðarljósi að lækka verð á flugi fyrir almenning. Við fögnum allri samkeppni og höfum gaman af þessu.“ Eins fram kom í fréttum Viðskiptablaðsins fyrr í vikunni hefur Air Berlin nú óskað eftir greiðslustöðvun.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is