Búið er að ljúka skiptum á þrotabúi Þotuflugs ehf., en félagið var tekið til gjald- þrotaskipta með úrskurði héraðs- dóms í apríl í fyrra. Þotuflug stóð að rekstri leiguflugfélagsins Icejet, sem sérhæfði sig í einkaþotuflugi og þjónustu við hljómsveitir og íþróttalið.

Félagið var stofnað árið 2005 og var eini rekstraraðili á einkaþotum með höfuðstöðvar á Íslandi. Félagið hætti rekstri í ágúst 2010, en lengi vel var það með þrjár vélar í flugi, all ar Fairchild-Dornier vélar.

Kröfur í þrotabúið námu alls tæplega 137 milljónum króna og þar af námu forgangskröfur 29,5 milljónum. Til forgangskrafna teljast meðal annars launakröfur, en óverulegar eignir fundust hins vegar í búinu og því fengust engar greiðslur upp í kröfurnar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.