Líkur eru á að flugfélög í Þýskalandi aflýsi yfir 700 flugferðum í dag vegna ösku sem stafar af eldgosinu í Grímsvötnum, samkvæmt flugyfirvöldum þar í landi. Askan hefur haft áhrif á flug í norðurhluta landsins. Í frétt Bloomberg segir að búist sé við að áhrifa muni gæta á flugsamgöngur í Berlín síðar í dag og einnig í Póllandi.

Flugvellir á norðurlandi Þýskalands hófu flug að nýju í morgun, eftir röskvun af völdum öskunnar. Flugvöllurinn í Bremen hóf starfsemi að nýju klukkan 11 í morgun að staðartíma og búist er við að flug frá Hamborg og Berlín hefjist fljótlega.