Bandarísk flugfélög hafa þrurft að fresta um 40 flugferðum til Phoenix í Arizona fylki vegna hita. Veðurspá fyrir borgina gerir ráð fyrir 49 stiga hita í dag sem hærri hiti en sumar tegundir flugvéla geta flogið í. BBC greinir frá.

Tæknileg ástæða þess að aflýsa hefur þurft flugum er sú að þegar að hitastig hækkar þá lækkar loftþrýstingur, þ.e. loftið verður þynnra. Með lægri loftþrýstingi minnkar fluggeta flugvélavængja og þar með eiga flugvélar erfiðara með að taka á loft.

Þetta vandamál er þó ekki nýtt af nálinni. Í skýrslu sem Alþjóðaflugmálastofnunin gaf frá sér á síðasta ári kom fram að hækkandi hitastig vegna loftlagsbreytinga gæti haft verulega áhrif á getu flugvéla til að taka á loft á heitum svæðum. Á svæðum þar sem þetta vandamál hefur verið til staðar hefur það færst í aukanna að flug sé sett á áætlun að kvöldlagi þegar hitastig er lægra.