*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 25. mars 2019 12:30

Þrír aðilar leigja Wow vélar

Listi yfir flugvélar Wow air og leigusala en flestar vélanna eru leigðar af Air Lease Corporation í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Síðasta sumar var Wow air með 20 flugvélar en vegna rekstrarvanda félagsins var þeim fækkað og nú eru þær ellefu talsins. Vélarnar eru allar af gerðinni Airbus og eru þær allar á leigusamningi. Samkvæmt loftfararskrá Samgöngustöfu eru sjö flugvélar leigðar af félaginu Air Lease Corporation (ALC) í Bandaríkjunum og tvær af Jin Shan 20 á Írlandi. Þá er ein leigð af félaginu Tungnaa Aviation Leasing Limited og ein af Sog Aviation Leasing Limited en þessi fyrirtæki eru á Írlandi.

Air Lease Corporation var stofnað árið 2010. Það var stofnað bandaríska milljarðamæringnum Steven Ferencz Udvar-Házy, sem oftast gengur nafninu Steve Hazy. Hann er stjórnarformaður ALC og á lista Forbes yfir ríkustu menn heims.  Í ágúst í fyrra átti félagið og leigði 271 flugvél.

Jin Shan, sem leigir Wow tvær Airbus-vélar, er skráð á Írlandi en í eigu kínversks banka. Önnur vélanna, TF-PRO, hefur nú verið kyrrsett í Montreal í Kanada og hin, TF-NOW, er á Kúbu. Flugi hennar frá Kúbu hefur verið seinkað um fjórar klukkustundir og greinir Túristi frá því að hún hafi einnig verið kyrrsett.

Samkvæmt loftararskrá leigir Jin Shan einnig Icelandair tvær Boeing 737-8-vélar.

Félögin Tungnaa og Sog eru skráð á sama heimilisfang í Dublin á Írlandi og í eigu Sky Aviation Leasing International Limited á Cayman-eyjum. Nöfn félagannna eru skírskotun í íslenskar ár, Tungnaá og Sogið, sem rennur úr Þingvallavatni.

Flugfloti Wow air:

Einkennisstafir: TF-GMA
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2016
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: ALC A321 7127, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-GPA
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2016
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: ALC A321 7237, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-JOY
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2016
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: ALC A321 7433 LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-NEO
Tegund: Airbus A320-251N
Framleiðsluár: 2017
Farþegafjöldi: 180
Eigandi: ALC A320 7560, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-NOW
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2017
Farþegafjöldi: 218
Eigandi: Jin Shan 20 Ireland Company Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir: TF-SKY
Tegund: Airbus A321-253N
Framleiðsluár: 2017
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: ALC A321 7694, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-PRO
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2017
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: Jin Shan 20 Ireland Company Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir: TF-WIN
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2017
Farþegafjöldi: 220
Eigandi: ALC A321 7650, LLC. Delaware í Bandaríkjunum.

Einkennisstafir: TF-CAT
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2018
Farþegafjöldi: 208
Eigandi: Tungnaa Aviation Leasing Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir: TF-DOG
Tegund: Airbus A321-211
Framleiðsluár: 2018
Farþegafjöldi: 208
Eigandi: Sog Aviation Leasing Limited. Dublin á Írlandi.

Einkennisstafir: TF-DTR
Tegund: Airbus A321-253N
Framleiðsluár: 2018
Farþegafjöldi: 200
Eigandi: ALC A321 8085, LLC. Kalifornía í Bandaríkjunum.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow airbus
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is