Fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda eftir hádegi í dag í þriðja sinn frá því að Icelandair boðaði hlutafjáraukningu í félaginu að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.

Icelandair hyggst fara í fjöldauppsagnir síðar í vikunni til að draga úr rekstrarkostnaði þar sem búist við að miklar takmarkanir verði á ferðalögum milli landa næstu mánuði. Allt að 90% starfsmanna Icelandair gæti verið sagt upp í vikunni. Um 3.500 starfa hjá Icelandair en flestir þeirra eru nú á hlutabótaleiðinni.

Icelandair vinnur að hlutafjáraukningu með núverandi hluthöfum, sem eru að mestu lífeyrissjóðir. Þá er einnig til skoðunar að ríkið láni félaginu beint og greiði uppsagnarfrest starfsmanna að hluta, gangi hlutafjáraukning eftir. Viðræðurnar hafa þó hangið á því að endursamið verði við stærstu stéttarfélög starfsmanna Icelandair.

Stjórn Flugfreyjufélagsins sendi bréf til félagsmanna í síðustu viku að það myndi ekki sætta sig við varanlega tekjuskerðingu til framtíðar.