Flugfreyjur hjá flugfélaginu Cathay Pacific lögðu flugfélagið í deilu um hvort þær mættu vera í buxum við störf. Flugfélagið, sem er með höfuðstöðvar í Hong Kong, hefur haft þá reglu að kvenkyns flugfreyjur verða að vera í stuttu pilsi við störf - eitthvað sem hefur valdið flugfreyjunum óþægindum.

Í frétt á vef BBC segir að þessi óþægindi hafi helst gert vart við sig þegar kvenkyns flugfreyjur félagsins þurfu að aðstoða við að koma handfarangri í farangursrýmið. Breytingarnar taka þó ekki gildi fyrr en á næsta ári þegar félagið endurnýjar búninga sína.