Eftir að samningar milli Flugfreyjufélags Íslands og Wow air höfðu verið lausir í meira en áður, eða frá 1. október 2016, tókust loks samningar að því er RÚV greinir frá. Voru samningarnir undirritaðir í morgun, og gilda þeir til loka nóvember ársins 2019, ef samþykktir í atkvæðagreiðslu sem haldinn verður síðar í vikunni.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá voru flugliðar flugfélagsins óánægðir með að fá ekki að kjósa um samning sem áður náðist, en formaður Flugfreyjufélagsins taldi sig ekki geta skrifað undir.

Átti að því tilefni að stofna nýtt félag, Samband íslenskra flugliða, þann 20. nóvember síðastliðinn, en Erla Pálsdóttir hjá undirbúningsnefnd stofnunar félagsins sagði ákvörðun formanns sýna að hagmunum flugliða Wow ekki vera best borgið innan FFÍ.