*

föstudagur, 30. júlí 2021
Frjáls verslun 16. febrúar 2021 07:05

Flugkóngurinn sem vill eiga NBA lið

Aðaleigandi móðurfélags Bláfugls er með háleit markmið. Hann stýrði áður félagi sem Creditinfo keypti.

Ritstjórn
Gediminas Žiemelis er stjórnarformaður og aðaleigandi Avia Solutions Group.
Aðsend mynd

Litháinn Gediminas Žiemelis er stjórnarformaður og aðaleigandi Avia Solutions Group sem keypti íslenska flugfélagið Bláfugl í byrjun síðasta árs. Žiemelis hefur leitt félagið í ríflega áratug. Á því tímabili hefur það vaxið hratt og er Avia Solutions Group nú stærsta fyrirtæki Mið- og Austur-Evrópu í flugtengdri þjónustu með starfsstöðvar í 50 löndum.

Á árunum 2001 til 2005 stýrði Žiemelis litháíska félaginu UAB Zvilgsnis sem Creditinfo keypti árið 2006.

Fyrir ári, áður en faraldurinn lamaði fluggeirann, var auður Žiemelis metinn á 630 milljónir evra, um 102 milljarða króna, samkvæmt umfjöllun litháískra fjölmiðla. Žiemelis hefur verið áberandi í heimalandinu og styrkt marga af þekktustu íþrótta- og listamönnum Litháens.

Hann er mikill körfuboltaáhugamaður og hefur stefnt á að kaupa NBA-lið á næstu fimm árum. Žiemelis átti þátt í að fá bandarísku Ball-bræðurna, LiAngelo og LaMelo, til að spila með litháíska körfuknattleiksliðinu SkyCop. Þeir höfðu vakið nokkra athygli í bandaríska körfuboltaheiminum, ekki síst vegna kjaftfors föður þeirra.

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar, sem kom út í desember. Hægt er að gerast áskrifandi hér.