*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 9. ágúst 2018 18:58

Flugmannaskortur að skella á

Eftir langt samdráttartímabil í flugiðnaði eru flugmenn of fáir nú þegar greinin er loks farin að taka við sér.

Ritstjórn
Flugmenn eru af skornum skammti í heiminum þessa dagana.
Haraldur Guðjónsson

Flugfélög ytra berjast nú við að ráða til sín nógu marga flugmenn, og hafa meðal annars hækkað laun og sett upp þjálfunarmiðstöðvar, en það stefnir í einn mesta flugmannaskort síðari tíma.

Skorturinn hefur lengi vofað yfir, en er fyrst nú að bresta á. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal gerir flugvélaframleiðandinn Boeing ráð fyrir að flugfélög heimsins komi til með að þurfa að ráða 635 þúsund nýja flugmenn á næstu tveimur áratugum til að fljúga þeim metfjölda flugvéla sem verið er að smíða, auk þess að taka við af þeim sem setjast í helgan stein yfir það tímabil.

Töluverður samdráttur í flugstörfum hefur átti sér stað í upphafi aldar, fyrst í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001, og síðan fjármálakreppunnar 2008. Flugfélög hagræddu í rekstri og fækkuðu starfsfólki.

Á undanförnum árum hefur hinsvegar orðið mikill vöxtur í flugi, en fjöldi flugmanna hefur ekki vaxið nægjanlega samhliða honum. Nú er svo komið að mörg minni félög hafa þurft að aflýsa flugum vegna starfsmannaskorts.

„Það eru einfaldlega of fáir flugmenn til að fljúga allar þær flugleiðir sem flogið er í dag, og við blasir neyðarástand þegar elsta kynslóð starfandi flugmanna fer á eftirlaun.“ segir Faye Malarkey Black, forseti Regional Airline Association.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is