*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 31. júlí 2020 15:25

Flugmenn vilja ekki fljúga til Hong Kong

FedEx flugmenn eru ósáttir með tilskipanir stjórnvalda í Hong Kong um sóttkví og aðstöðu á spítölum.

Ritstjórn

Flugmenn FedEx hafa kallað eftir því að flutningafyrirtækið hætti tímabundið starfsemi sinni í Hong Kong. Þeir telja sig hafa orðið fyrir „óásættanlegri áhættu“ vegna kvaða á áhöfnum í tengslum við heimsfaraldurinn. Financial Times segir frá

Alþjóðasamtök flugmannafélaga (ALPA) sagði á þriðjudaginn að þrír FedEx Express flugmenn, sem voru greindir með Covid-19 en sýndu engin einkenni, hafi verið neyddir til að dvelja á spítölum af vali stjórnvalda. 

ALPA hélt því einnig fram að nokkrir flugmenn, sem voru ekki greindir með vírusinn en höfðu verið í samskiptum við smitaða einstaklinga, hafi verið tilskipaðir í sóttkví í aðstöðuhúsum (e. camps). Samtökin lýstu aðstæðum flugmanna sem „gífurlega erfiðum“ en tilgreindu ekki hvenær tilvikin áttu sér stað. 

Samkvæmt ALPA þurftu flugmenn sem fóru í sóttkví í borginni að deila herbergjum og baðherbergjum með allt að fjórum öðrum sjúklingum. Samtökin sögðu einnig að fáar birgðir hafi verið í aðstöðuhúsum stjórnvalda.

Tilkynning ALPA kom um svipað leyti og stjórnvöld í Hong Kong innleiddu stífustu aðgerðir sínar í tengslum við faraldursinn enn sem komið er vegna ótta um aðra bylgju af smitum. Meira en hundrað smit hafa greinst í sjö daga samfleytt í fyrrum bresku nýlendunni.

Flughafnir þurfa frá og með gærdeginum að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid prófi, sem fer fram 48 klukkutímum áður en einstaklingarnir stíga um borð flugvélanna.

Stikkorð: Hong Kong FedEx ALPA