Flugmenn sem fljúga frá 10 stærstu flugvöllum í Kína og hyggjast lenda á alþjóðaflugvellinum í Peking verða að geta lent við blindflugsaðstæður.

Þessi regla mun taka gildi 1. janúar en ástæðan er mengun og óhófleg seinkun vegna hennar. Flugfarþegar í Kína eru orðnir langþreyttir á seinkunum vegna mengunar en einu af hverjum fjórum flugum er frestað vegna mengunar.

Fyrr í þessum mánuði var yfir 200 flugum aflýst eða frestað vegna mengunar á einum sólarhring í Sjanghæ. Flugmálayfirvöld í Kína vonast til að nýju reglurnar snúi þessari þróun við. Stuff.co.nz segir nánar frá málinu hér .