Stjórn Eftirlaunasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hefur lækkað vextina í 4,14% fyrir sjóðsfélaga, en þeir verða óbreyttir fyrir aðra eða 4,9%. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar n.k. Einnig minnir stjórn Eftirlaunasjóðs FÍA á að enginn lántökukostnaður er af lánum EFÍA og enginn kostnaður á inheimtu greiðsluseðla. Veðhlutfall er 55% af markaðsvirði en stefnt er að því að breyta samþykktunum þannig að það verði 65% sem er þau mörk sem lög um lífeyrissjóði leyfa.

Stjórn og Trúnaðarráð FÍA samþykktu á fundi í sl. fimmtudag, að kaupa nýtt húsnæði undir starfsemi félagsins, þegar tekið var fyrir tilboð sem fulltrúar stjórnar höfðu samþykkt fyrir sitt leyti fyrr í vikunni. Um er að ræða þriðju hæð í Hlíðarsmára númer 8; alls um 360 fermetrar og kaupverðið er 48,5 milljónir króna. Eftirlaunasjóður stéttarfélagsins tekur þátt í kaupunum að einum fimmta hluta (20%), enda fyrirhugað að húsnæðið nýtist starfsmönnum EFÍA ekki síður en FÍA.