*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 4. október 2019 20:49

Flugmenn samþykkja framlengdan samning

Félagsmenn FÍA hafa samþykkt samning við Icelandair sem felur í sér framlengingu og frestun launahækkana.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í síðustu viku að mikilvægt væri að ganga frá samningum við FÍA á þessum tímapunkti.
Eva Björk Ægisdóttir

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur samþykkt kjarasamning við Icelandair frá því í síðustu viku.

Samningurinn felur í sér framlengingu núgildandi samnings út september á næsta ári, og frestun launahækkunar sem taka átti gildi nú um mánaðarmótin fram í apríl.

Auk launahækkunarinnar hefði núgildandi samningur runnið út um áramótin, og nemur framlengingin því níu mánuðum.

Icelandair tilkynnti einnig um uppsögn 87 flugmanna þegar sagt var frá samningnum í síðustu viku, en áður hafði staðið til að 111 flugmenn yrðu færðir niður í hálft starf. Aðgerðirnar eru til komnar vegna vandræða Boeing 737-MAX flugvéla flugfélagsins. Forsvarsmenn Icelandair vonast til að geta boðið flugmönnunum starf aftur næsta vor.

Stikkorð: Icelandair FÍA