Flugmenn hjá Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna gerði við Icelandair Group hf. 338 voru á kjörská og skiluðu 301 manns atkvæði sem gerir 89% kjörsókn. 219 samþykktu samninginn og 67 höfnuðu honum, en 15 sátu hjá.

Samningurinn er því samþykktur af 76,6% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 30. september 2014.

Töluverð röskun varð á flugi eftir að flugmenn hjá Icelandair hófu verkfall. Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu verkfallið og eftir að lögin tóku gildi náðust samningar.