Nýr kjarasamningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef FÍA. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.

Eins og kunnugt er höfðu atvinnuflugmenn hjá Icelandair hafið verkfallsaðgerðir en Alþingi setti lög á verkfallsaðgerðirnar áður en þingið fór í sumarfrí. Töluverð röskun varð á flugi vegna verkfallsins og einnig vegna þess að flugmenn neituðu að vinna yfirvinnu.