*

laugardagur, 16. nóvember 2019
Innlent 8. október 2019 09:15

Flugmenn Southwest stefna Boeing

Flugmenn Southwest hafa stefnt Boeing og krefjast bóta vegna 737 Max flugvélanna.

Ritstjórn

Verkalýðsfélag flugmanna hjá Southwest Airlines hefur stefnt Boeing vegna 737 Max flugvélanna. Því er haldið fram að Boeing hafi gefið villandi upplýsingar um öryggi vélanna. WSJ greinir frá.

737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars og ólíklegt þykir að þær hefji flug á ný á þessu ári.

Flugmennirnir segja í stefnu sinni að þeim hafi verið talin trú um að vélarnar vera nánast eins og fyrri útgáfur af Boeing 737. Þeir hafi ekki verið upplýstir um MCAS sjálfstýringarkerfi vélanna, þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við Boeing á meðan flugvélarnar voru í þróun og hafa tekið þátt í æfingarflugum áður en flugvélarnar voru teknar í almenna notkun.

Í félaginu eru nærri tíu þúsund flugmenn hjá Southwest. Flugmennirnir segjast verða af milljónum dollara á mánuði eftir því sem kyrrsetning dregst á langinn. Southwest var með 34 Max flugvélar í flotanum þegar vélarnar voru kyrrsettar en fjöldi þeirra átti að tvöfaldast á þessu ári. Southwest hefði þurft að aflýsa um 30 þúsund flugferðum vegna kyrrsetningarinnar.

Stikkorð: Boeing 737 Max