*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 30. september 2015 17:32

Flugmiðar til Íslands á rúmar 2.000 krónur

Það kostar álíka mikið að kaupa flugmiða frá Sviss til Keflavíkur og að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur.

Ritstjórn

Easyjet býður nú flugmiða frá Basel og Genf í Sviss til Íslands á 2.100 til 2.800 krónur dagana 20. og 24. október næstkomandi. Túristi greinir frá þessu.

Þar kemur fram að farmiðagjöld lækki oft á haustin þegar áfangastöðunum frá Keflavíkurflugvelli fer fækkandi. Hins vegar slái fá flugfélög eins verulega af verðinu og Easyjet geri nú. Bendir Túristi þannig á að flugmiðinn þarna á milli kosti álíka mikið og að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur.

Því miður kostar hins vegar mun meira að fara síðustu ferðir félagsins frá Keflavíkurflugvelli til Sviss. Sá sem getur hugsað sér að fljúga til Genfar 17. október og koma heim viku síðar borgar aftur á móti aðeins um 15.400 krónur fyrir miðann, að frádregnu farangursgjaldi.

Stikkorð: Túristi Easyjet