*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Erlent 29. mars 2016 12:09

Flugræninginn handsamaður

Flugræninginn sem rændi egypskri farþegaþotu í morgun hefur verið handsamaður.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Flugræninginn sem rændi farþegaþotu á vegum Egyptair í morgun hefur verið handsamaður. 

Maðurinn sagðist vera með sprengjubelti  og heimtaði að flugvélinni yrði beint frá Kaíro til Kýpur, sem var gert. Vélin lenti síðan á Larnaca á Kýpur.

Stuttlega eftir lendingu sleppti hann meirihluta farþeganna en nú hefur verið greint frá því að allir farþegar og áhöfn flugvélarinnar hafi verið sleppt og þeir eru allir heilir á húfi. Yfirvöld á Kýpur vilja ekki tengja flugránið við hryðjuverk.

Stikkorð: Kýpur Flugrán