Stóru bandarísku flugfélögin vöruðu í vikunni við nýrri 5G þráðlausri þjónustu og héldu því fram að áhrif hennar gætu leitt til tafa og truflana. Áætlaður kostnaður fyrir farþega nemi 1,6 milljörðum dala árlega.

Scott Kirby, forstjóri United Airlines, mætti fyrir þingnefnd og sagði brýnt að AT&T og Verizon Communications fresti áformum um að nota svokallað C-band róf fyrir 5G þjónustu sína sem innleiða á í byrjun næsta árs. Slíkt muni leiða til tafa eða aflýsinga á tæplega 4% af flugum á hverjum degi.

„Þetta yrði stórslysalegt klúður af hálfu stjórnvalda,“ sagði Kirby við blaðamenn. Ásamt honum var Gary Kelly, forstjóri Southwest Airlines mætti einnig á fund þingnefndar og varaði við „verulegum áhrifum“ ef ekki verði brugðist við málinu.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa einnig lýst yfir áhyggjum af mögulegum truflunum á raftækjum flugvéla líkt og ratsjárhæðarmæla vegna 5G-væðingarinnar. Slíkt geti jafnvel valdið „mögulegum truflunum á lykil öryggiskerfum í stjórnklefum“.

„Frá og með 5. janúar, að óbreyttu, munum við ekki geta notað ratsjárhæðarmæla á um 40 stærstu flugvöllum landsins,“ sagði Kirby. „Þetta er fullvíst. Um þetta er ekki deilt.“

Hann bætti því að í við illviðri, skýjahulu eða jafnvel þungri þoku væri einungis hægt að miða við „sjónrænar mælingar“. Forstjóri

Stór hluti heims notar þegar C-band rófið án neikvæðra áhrifa á fluggeirann, samkvæmt frétt The Independant . Tæknin er notuð í nærri 40 löndum, þar á meðal í Evrópu, Japan, miðausturlöndum og Singapúr.

Hagsmunasamtök bandarískra fjarskiptafyrirtækja (CITA) gefur þó lítið fyrir þessar áhyggjur flugfélaganna og lýsti umræðu þeirra sem hræðsluáróðri. Samtökin segja að hver frestun um sex mánuði kosti bandaríska hagkerfið 25 milljarða dala ávinningi út áratuginn.