Fjöldi þeirra sem létust í flugslysum í farþegaflugi á síðasta ári fækkaði um meira en helming samkvæmt rannsókn frá flugráðgjafarfyrirtækinu To70. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Alls létust 257 manns í flugslysum á árinu en fjöldin nam 534 árið 2018. Fækkunin á sér stað þrátt fyrir mannskætt flugslys Boeing 737 MAX félar Ethiopean Airlines í mars á síðasta ári þar sem 157 manns létu lífið. Samkvæmt BBC eru tölurnar í takt við þróun síðustu ára þar sem dregið hefur úr flugslysum þrátt fyrir farþegaflug hafi aukist töluvert.

Á síðasta ári áttu sér stað 86 flugslys en einungis átta þeirra leiddu til þess að farþegar létust. Það var því eitt flugslys fyrir hverja 5,58 milljón flugferða sem flogin var á árinu. Árið 2018 áttu 160 flugslys sér stað þar sem 13 þeirra leiddu til þess að farþegar létust.

Árið í fyrra var því eitt það öruggasta í flugsögunni en nær þó ekki að toppa árið 2017 þar sem ekkert mannskætt flugslys átti sér stað.