Bresku flugsstjórnareftirlitssamtökin CAA hafa mælt með því að breska ríkið afnemi allar reglugerðir um gjaldtöku á Stanstead flugvellinum, segir í frétt Dow Jones.

Í skýrslu sinni um gjaldtökur ríkisins á flugvöllum á milli 2008 og 2013, segir að samkeppni meðal flugfélaga muni halda verðlaginu á Stanstead í jafnvægi.

Stanstead, Heathrow og Gatwick eru nú í eigu samstæðu sem Grupo Ferrovial stýrir.

CAA mælir með breyttum útreikningsaðferðum á Heathrow, sem verði til þess að gjaldtaka hækkar. British Airways hefur lýst yfir mikilli óánægju með tillögur CAA, enda er flugfélagið helsti notandi Heathrow og gætu gjöld félagsins aukist um 50%.