Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og TM Software um rekstur á tölvubúnaði og þráðlausu neti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

TM Software mun annast rekstur á tölvubúnaði á brottfararsvæði flugstöðvarinnar þar sem farþegum gefst kostur á því að kaupa sér aðgang að Interneti. Auk þess mun TM Software sjá um rekstur á þráðlausu neti í flugstöðinni og gefst farþegum þar með kostur á að tengjast Internetinu á eigin fartölvum.