Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, verður gestur í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag. FLE skilaði methagnaði á síðast ári og ljóst að reksturinn er kominn á gott skrið eftir erfið ár. Um leið eru uppi umfangsmikil áform um stækkun flugstöðvarinnar, eða framkvæmdir upp á 4,5 milljarða króna.

Í seinni hluta þáttarins kemur Ríkarður Ríkarðsson en hann er framkvæmdastjóri Reykjavik Business Centre, sem er í eigu epró ehf., sem hann er jafnframt eigandi að ásamt Þorgrími P. Þorgrímssyni kerfisfræðingi. Ríkarður er menntaður í hagfræði og tölfræði frá háskólanum í Gautaborg og hefur starfað hjá epró síðan haustið 1997. Hjá epró starfa að jafnaði um 5 - 8 starfsmenn eftir verkefnastöðu hverju sinni.

Epró hefur starfað um langt skeið á sviði upplýsingatækni, sem sölu- og þjónustaðili á hugbúnaði frá Select Business Solutions, Software AG ýmsum öðrum aðilum, auk þess sem fyrirtækið hefur unnið þróun hugbúnaðar samkvæmt óskum viðskiptavina. Meðal viðskiptavina undanfarin ár má nefna Landsvirkjun, Skýrr, STEF, Landskerfi bókasafna, VISA, Reiknistofu bankanna o.fl.