Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst verulega fyrstu tvo mánuði ársins í samanburði við árið 2007.

Alls fóru 16.574 flugvélar farið um svæðið en á sama tíma fyrir ári síðan voru vélarnar 13.358 er það um 24%aukningu.

Umferðin hefur því ekki dregist saman eins og hún hefur gert á þessum árstíma síðastliðin ár Flugumferð hefur vaxið stöðugt á síðastliðnum árum.

Árið 2007 fór fjöldi flugvéla innan íslenska svæðisins í fyrsta skipti sögunnar yfir eitt hundrað þúsund. Á síðustu fimm árum hefur umferð aukist að jafnaði um 5,9% á ársgrundvelli.