Samninganefnd Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) undirritaði á föstudag  kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Frá þessu er greint á vef BRSB en FÍF undirritaði einnig kjarasamning við samninganefnd ríkisins fyrir hönd Flugmálastjórnar Íslands.

Sem kunnugt er hafa flugumferðarstjórar átt í kjarabaráttu undanfarin misseri. Um miðjan mars lögðu þeir niður vinnu um stund og olli það nokkurri truflun á flugi til og frá landinu. Þegar til stóð að leggja aftur niður vinnu var tíðrætt um að Alþingi myndi samþykkja lög á flugumferðarstjóra sem fælu það í sér að verkfall yrði óheimilt. Var þá hætt við verkfallið.

Síðan þá hafa hluteigandi aðilar átt í viðræðum og sem fyrr segir var samningur undirritaður fyrir helgi. Hann verður kynntu félagsmönnum í dag.