Samkomulag náðst ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá Sáttasemjara í gær. Annar fundur er boðaður klukkan þrjú í dag. Boðuð vinnustöðvun hefur staðið yfir frá því klukkan fjögur í nótt og mun standa yfir til klukkan níu núna árdegis og flugfarþegar hafa mátt búast við 3 – 4 klst. seinkun á Keflavíkurflugvelli og um 2 klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli.

Unnið er eftir viðbragðsáætlun sem miðar að því að takmarka sem mest röskun og óþægindi. Farþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum flugfélaganna, Keflavíkurflugvallar eða Isavia um breytingar á flugáætlun.

Þetta er í annað sinn sem flugvallarstarfsmenn leggja niður störf vegna kjaradeilunnar.