Samninganefndir flugvirkja hjá Icelandair og flugmanna hjá Atlanta skrifuðu undir nýja kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í morgun. Eftir því sem næst verður komist eru samningarnir til eins árs.

Á annað hundrað flugmenn hjá Atlanta eru í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Kjarasamningurinn sem skrifað var undir í morgun er fyrsti samningurinn sem gerður hefur verið við Atlanta eftir að Íslandsflug og Atlanta sameinuðust.

Samninganefndir Flugfreyjufélagsins og Icelandair sitja nú hjá ríkissáttasemjara, en þeir samningar urðu lausir fyrir áramót.