Áætlað er að næsti fundur í kjaradeildu Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair Group fari fram á mánudag. Ríkissáttasemjari mun boða til fundarins. Flugvirkjar höfðu áformað að hefja ótímabundið verkfall í dag, en þeir aflýstu verkfallinu fyrir miðnætti í gærkvöld.

Þá var allt útlit fyrir að frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um lögbann á verkfallið yrði að veruleika. Umræður um frumvarpið fóru fram frá klukkan þrjú í gær og til miðnættis.