*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 13. janúar 2020 15:39

Flugvirkjar samþykkja samninginn

Samningur Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands frá gamlársdag samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Ritstjórn
Flugvirkjar eru meðal þess fjölda starfsmanna sem halda úti starfsemi flugfélaga eins og Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) hafa samþykkt nýjan kjarasamning á milli félagsins og Icelandair ehf. og mun samningurinn sem skrifað var undir á gamlársdag því gilda til 31.desember 2020.

Þær launahækkanir sem mælt er fyrir um í samningnum eru í samræmi við þær launahækkanir sem samið hefur verið um milli stéttarfélaga og félaga atvinnurekenda á þessu ári að því er félagið sagði á sínum tíma í tilkynningu og vísað í svokallaða Lífskjarasamninga.