Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir nánast útilokað miðað við hvernig mál hafi þróast að Fiskistofa geti opnað höfuðstöðvar á Akureyri 1. júlí 2015. Segist hann þó ekki útiloka ef mál þróist hratt á næstu vikum að takast mætti að flytja hluta starfseminnar norður síðar á árinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Eyþór vísar til þess að lagalegri óvissu um flutninginn hafi ekki ennþá verið eytt varðandi flutningana og ráðherra hafi ekki enn tekið um þá formlega ákvörðun. Þá sé umboðsmaður Alþingis með málið til skoðunar. Aðeins Eyþór hefur tilkynnt að hann ætli að flytja með stofnuninni norður af starfsfólki hennar.