„Það er einungis ein flutningslína á Reykjanesinu og erum við í eignar­námsferli til að ljúka undirbúnings­ ferlinu svo við getum hafist handa við að byggja aðra línu þangað. Um leið og við erum búin að tvöfalda þá línu er komið fullnægjandi rekstr­aröryggi á því svæði,“ segir Guð­mundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjório Landsnets.

Bygging flutningslínu milli Þjórsársvæðisins og Norð­urlands er hagkvæmasta og tæknilega besta leiðin til að styrkja sjálfbært raforkukerfi á Íslandi, að hans sögn. Guðmundur bendir sömuleiðis á að flutningskerfið á Íslandi mæt­i ekki þeim kröfum sem eðlilegt er að gera í nútímasamfélagi enda ekki hægt að tryggja rekstrar­öryggi orkuflutnings víðsvegar um landið vegna ófullnægjandi flutn­ingskerfis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .