Allt bendir til að ákvörðun um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar fari fyrir dómstóla. Þetta segir Björn Jónsson, lögfræðingur Fiskistofu, í samtali við fréttastofu RÚV . Hann bendir á að flutningur Landmælingar ríkisins til Akraness hafi verið dæmdir ólögmætir í Hæstarétti og telur að það sama geti gilt um flutning Fiskistofu.

„Náttúrulega á eftir að vinna betur úr þessu, maður veit ekki hvað ráðuneytið hyggst fyrir. En málavextir virðast vera mjög líkir og öll lagasjónarmið eru nánast þau sömu,“ segir hann og telur aðgerðina vafasama. björn segir það verða ákvörðun hvers starfsmanna Fiskistofu að fara með málið fyrir dómstóla en reiknar með að stéttarfélög styðji við bakið á þeim.