Íslendingar fluttu út vörur fyrir 24,4 milljarða króna í janúarmánuði sem er nokkur aukning frá sl. mánuði þegar útflutningur nam einungis um 18,7 milljörðum króna.

Útflutningur áls jókst að nýju eftir að hafa dregist töluvert saman í desember og útflutningur sjávarafurða er sambærilegur við útflutning sjávarafurða í desember. Í heild nam hallinn á vöruskiptajöfnuðinum í janúar 9,8 milljörðum króna.