*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. desember 2020 13:44

Flutt út fyrir 53 milljarða í nóvember

Vöruviðskiptahallinn í nóvember minnkaði milli ára úr 7 milljörðum í 5 milljarða í nóvember.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vöruútflutningur í nóvember nam 53 milljörðum króna, meðan vöruinnflutningurinn nam 58,5 milljörðum króna, svo þar með voru vöruviðskiptin óhagstæð um 5,5 milljarða króna í mánuðinum. Það er þó minnkun frá sama tíma fyrir ári þegar þau voru óhagstæð 7 milljarða króna, á gengi hvors árs, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Verðmæti vöruútflutnings var 0,8 milljörðum króna meiri í nóvember 2020 en í nóvember 2019 eða sem nemur 1,5% á gengi hvors árs. Mestu munar um meira verðmæti í útflutningi sjávarafurða en á móti kom lækkun á verðmæti iðnaðarvara.

Verðmæti vöruinnflutnings í nóvember 2020 var 0,7 milljörðum króna lægra en í nóvember 2019 eða 1,2% á gengi hvors árs. Lækkunina má aðallega rekja til minni innflutnings á eldsneyti og flutningatækjum.