Alphabet Inc., móðurfyrirtæki Google, tókst að lækka skattareikning sinn um 3,6 milljarða dala árið 2015 með því að flytja 15,5 milljarða dala til Bermuda, með millilendingu í Hollandi.

Til þess að hagræða, nýtti fyrirtækið sér aðferð sem kallast "dutch sandwich", en um er að ræða umdeilda glufu sem stórfyrirtæki nýta sér gjarnan til þess að hagræða.

Google hefur nýtt sér þessa aðferð í nokkur ár, en 40% aukning hefur átt sér stað milli ársins 2014 og 2015. Með því að flytja afkomu sína til Bermuda í gegnum hollensk dótturfélög, nær fyrirtækið að lækka skattinn niður í 6,4%.