Íslendingar fluttu inn spjaldtölvur fyrir 116,5 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Það er tæplega fjórfalt meira en á sama tímabili í fyrra þegar við fluttum inn spjaldtölvur fyrir 30,3 milljónir.

Langsamlega mest var flutt inn frá Kína, eða fyrir 107,4 milljónir króna. Af þeim löndum sem eitthvað var flutt inn frá var minnst frá Ítalíu, að jafnvirði 32.171 krónu. Næstminnst var flutt inn frá Sádi-Arabíu, eða fyrir 33.011 krónur.

Mest var flutt inn í júlí, eða fyrir 38,2 milljónir króna en minnst í mars, eða fyrir 1,8 milljónir króna. Tölur fyrir nóvember og desember liggja ekki fyrir að svo stöddu.