Flybe, stærsta svæðisbundna flugfélag Evrópu, hóf áætlunarflug sitt til Íslands í gær þegar fyrsta þota félagsins lenti í Keflavík.

Flugin munu tengja Birmingham beint við Keflavík og mun Flybe fljúga þrisvar í viku til Íslands frá Birmingham. Flogið verður á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum.

Í tilefni af fyrsta fluginu var tekið á móti flugvélinni samkvæmt alþjóðahefð með vatnsboga. Á meðal farþega var hópur þekktra breskra blaðamanna, ásamt flugleiðastjóra Flybe, Fred Kochak.

Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslands, tók á móti farþegunum í gærkvöldi.