Lággjaldaflugfélagið Flybe hyggst fljúga hingað til lands í sumar. Forsvarsmenn félagsins tóku ákvörðun um þetta með skömmum fyrirvara, segir á vefnum Túristi.is . Flogið verðir á milli Keflavíkur og Birmingham sem er næststærsta borg Bretalnds.

„Íslandsflug Flybe hefst í lok júní og lýkur í byrjun september og farnar verða þrjár ferðir í viku. Flogið verður frá Keflavík rétt fyrir miðnætti og lent í Birmingham um klukkan fjögur að nóttu,“ segir á vef Túrista.

Samkvæmt athugun Túrista er lægsta fargjald Flybe 51,8 evrur sem jafngildir um átta þúsund krónum. Ódýrasta farið báðar leiðir er á tæpar nítján þúsund krónur og við það bætist töskugjald upp á fjögur þúsund krónur.