Breytingar á skattalögum sem gerðar voru í ársbyrjun 2010 skýra að mestu leyti mikla fjölgun nýskráðra samlagsfélaga. Í fyrra voru 427 slík skráð hjá sýslumanni, rúmlega fjórfalt fleiri en árið áður þegar þau voru tæplega 100. Á sama tíma fækkaði nýskráðum einkahlutafélögum frá því að vera rúmlega 2500 árið 2009 yfir í 1600 félög árið 2010. Ásmundur G. Vilhjálmsson, hdl. og skattasérfræðingur, segir að fyrst og fremst megi finna skýringuna í þeirri breytingu sem gerð var á skattlagningu úthlutaðs arðs úr hlutafélögum í byrjun árs 2010.

Breytingarnar á hlutafélagalögum fólu í sér að helmingurinn af úthlutuðum arði umfram 20% af eigin fé skattleggst sem laun. Skattur sem leggst á þá upphæð er því á bilinu 37,1-46,2% eftir atvikum, í stað 18% á síðasta ári. Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður enn frekar og er nú 20%. Afleiðingin er sú að stofnun sameignarfélaga og samlagsfélaga hefur snaraukist.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir tölublöð.