Frá 1. til 31. desember 2009 voru stofnuð 189 sameignar- og samlagsfélög hér á landi og 36 til viðbótar fram til 12. janúar.

Það er fyrst og fremst aukinn skattur á arðgreiðslur einkahlutafélaga sem virðist hafa knúið eigendur einkahlutafélaga til að skipta um félagsform á rekstri sínum.

Þar hafa glöggir menn fundið út að sameignar- og hugsanlega samlagsfélög séu heppilegri félagsform, þar sem úttektir eigenda eru ekki skattskyldar. Á móti kemur meiri ábyrgð eigenda á rekstrinum.

Í einkahlutafélagi (ehf.) er ábyrgð eiganda af rekstri og áhætta takmörkuð við hlutaféð. Þar þarf aðeins einn hluthafa með að lágmarki 500.000 krónur í hlutafé til að gera félagið virkt.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .