Sænska flugfélagið FlyMe hefur skrifað undir kaup á 50% hlut í River Don Ltd., sem er móðurfélag Global Supply Systems, segir í fréttatilkynningu.

Kaupverðið er 770 milljónir króna, en tilboðið er háð fullnægjandi áreiðanleikakönnun, samþykki hluthafa og yfirvalda.

Global Supply Systems rekur þrjár Boeing 747 þotur sem fljúga til Asíu og var velta fyrirtækisins 6,5 milljarðar krónur á síðasta ári og nam hagnaður um 490 milljónum króna.

Fons eignarhaldsfélag seldi nýverið 20% hlut sinn í FlyMe vegna ágreinings um stefnu. Hlutafélagið Cognation, sem er að mestu í eigu Norðmannsins Christian Ager Hansen, keypti hlutinn.