*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Erlent 10. júní 2019 16:05

Flýta rafbílavæðingu

Toyota ætlar að setja aukið púður í rafbílaframleiðslu. Stefna á að helmingur seldra bíla árið 2025 verði rafdrifnir.

Ritstjórn

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst setja aukið púður í rafbílaframleiðslu. Bílaframleiðandinn stefnir á að árið 2025 verði helmingur seldra bíla rafdrifnir. Það er fimm árum á undan upphaflegri áætlun, sem gerði ráð fyrir að þetta takmark myndi nást árið 2030. Reuters greinir frá.

Mun meiri eftirspurn hefur verið eftir rafbílum en Toyota hafði reiknað með, að sögn Shigeki Terashi, sem situr í stjórn félagsins. 

Til þess að koma til móts við þessa miklu eftirspurn hyggst Toyota leita til kínverskra rafhlöðuframleiðenda, sem myndu þá sjá um framleiðslu rafhlaðna í bílana að hluta til. Toyota mun eftir sem áður halda áfram að framleiða sínar eigin rafhlöður.  

Stikkorð: Toyota rafbílar