*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 26. júní 2018 17:02

Flytja hluta framleiðslunar frá BNA

Harley Davidson tilkynnti í gær um áform sín um að flytja evrópska hluta framleiðslu sinnar frá Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Bandaríski mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson tilkynnti í gær um áform sín um að flytja evrópska hluta framleiðslu sinnar frá Bandaríkjunum til þess að forðast boðaða tolla Evrópusambandsins á innfluttar bandarískar vörur.

Þá ætlar fyrirtækið að auka framleiðsluna á Indlandi, í Brasilíu og Tælandi. Þeir gagnrýna tollana harðlega og segja þá munu kosta fyrirtækið allt að 100 milljónir dollara að öðru óbreyttu.

Evrópusambandið hyggst leggja tolla á mótorhjól en tollarnir eru svar sambandsins við ál- og stáltollum Bandaríkjastjórnar.