*

föstudagur, 28. janúar 2022
Erlent 15. nóvember 2021 09:41

Flytja höfuð­stöðvarnar til Bret­lands

Shell hyggst flytja höfuðstöðvar og skattalegt heimili sitt til Bretlands og fjarlægja „Royal Dutch“ úr nafninu sínu.

Ritstjórn
Ben van Beurden, forstjóri Royal Dutch Shell.
epa

Hollenski olíurisinn Royal Dutch Shell hefur tilkynnt um áform að flytja höfuðstöðvar og skattalegt heimili fyrirtækisins til Bretlands. Fyrirtækið segir að sé hluti af tillögum til að einfalda skipulag og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, að því er kemur fram í frétt Financial Times. „Royal Dutch“, sem hefur verið hluti af nafni fyrirtækisins frá stofnun fyrir 114 árum síðan, verður nú fjarlæg.

Shell hyggst líkja falla frá tveggja flokka hlutabréfafyrirkomulagi sínu og vera einungis með einn flokk hlutabréfa. Olíufyrirtækið segir að það muni auðvelda endurkaup á hlutabréfum sínum ásamt því að einfalda yfirtökur og sölu á dótturfélögum.

Forstjórinn Ben van Beurden og fjármálastjórinn Jessica Uhl eru meðal níu lykilstjórnenda sem munu flytja til Bretlands.

Viðskipta- og orkuráðherra Bretlands, Kwasi Kwarteng, fagnaði ákvörðun Shell á Twitter og sagði flutningana bera merki um trú á breska hagkerfinu. Hollensk stjórnvöld sögðu að tillagan komið þeim á óvart. Hluthafar Shell munu kjósa um tillögurnar á hluthafafundi þann 10. desember næstkomandi. 

Stikkorð: Shell Royal Dutch Shell