Heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi hafa nú til skoðunar að innleiða nýjan hugbúnað til að halda utan um birgðahald og fjölskömmtun á lyfjalagerum. Hugbúnaðurinn er þróaður af Þulu – norrænu hugviti, sem er hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri.

Hugbúnaðinum, sem heitir Alfa, er meðal annars ætlað að veita betri yfirsýn yfir stöðu lyfjalagera og draga úr fyrningarkostnaði lyfja. Prófanir á Alfa hafa staðið yfir á Öldrunarheimilum Akureyrar frá því í desember og hugbúnaðurinn hefur sparað stofnuninnitalsverða fjármuni samkvæmt Halldóri Sigurði Guðmundssyni, forstjóra Öldrunarheimilanna.

Aðrar heilbrigðisstofnanir á svæðinu fylgjast grannt með þessum prófunum og eru áhugasamar um hve mikið hagræði getur hlotist af hugbúnaðinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .