Íslendingar fluttu inn fisk og unnið fiskmeti fyrir 10.735 milljónir króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Útflutningur á fiski nam um 90 milljörðum króna á sama tíma.

Um 10 milljarða innflutningur á fiski og unnu fiskmeti er skráður í flokkinn „óunninn, einkum til heimilisnota“. 750 milljónir eru skráðar í flokkinn „unninn, einkum til heimilisnota“. Fiskinnflutningur fyrir um 100 þúsund krónur er skráður í flokkinn „unninn, einkum til iðnaðar“.

Innflutningur á ávöxtum og grænmeti nam 1,1 milljarði króna í maímánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Innflutningur á sykri, sykurafurðum og hunangi nam hins vegar aðeins 160 milljónum samkvæmt sömu tölum.