Flytur Alfesca höfuðstöðvar sínar frá Íslandi, er spurning sem greiningardeild Landsbankans veltir fyrir sér.

Tilkynnt var um ráðningu á nýjum fjármálastjóra Alfesca í dag, Philippe Perrinau, sem tekur við af Kristinni Albertssyni en einnig var nýr forstjóri ráðinn í haust, Xavier Govare, sem tók við starfinu af Jakobi Óskari Sigurðssyni.

?Það vekur athygli að auk mannabreytinganna þá hefur Alfesca einnig selt höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði og gerir félagið ekki ráð fyrir að þurfa að endurfjárfesta í nýjum höfuðstöðvum heldur muni það leigja húsnæði sem væntanlega verði í Reykjavík.

Í ljósi ofangreindra breytinga hjá félaginu vakna spurningar um hvort næsta skref verði að færa höfuðstöðvarnar til Frakklands enda starfsemi Alfesca á Íslandi orðin takmörkuð,? segir greiningardeildin.