Fjármálaeftirlitið (FME) ætlar að hefja athugun á málum sem tengjast ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á yfirtöku Arion banka á BM Vallá. Á blaðamannafundi sem Víglundur boðaði til seint í síðasta mánuði sakaði hann stjórnvöld um að hafabrotið lög með því að fara ekki eftir reglum neyðarlaganna og að Arion banki hafi mismunað skuldunautum. Þá sagði Víglundur m.a. að orðrómur hafi verið á kreiki sem sér hafi borist til eyrna frá starfsmönnum Arion banka að árið 2009 hafi verið í gangi í þeirri deild bankans sem annaðist fjárhagslega endurskipulagningu um að yfirtaka félagið.

Víglundur sagði sömuleiðis að Arion banki og skilanefnd Kaupþings hafi unnið þvert á úrskurði FME og brotið gegn hagsmunum viðskiptavina.

Víglundur skrifaði Unni Gunnarsdóttur, forstjóra FME, bréf þar sem hann óskaði eftir því að eftirlitið hefji formlega rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin með gjaldþroti BM Vallár og yfirtöku kröfuhafa á félaginu.