Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fengu meðal annars afrit af smáskilaboðum  og öðrum samskiptum nokkurra starfsmanna Íslandsbanka og Straums fjárfestingarbanka við utanaðkomandi aðila í tenglsum við fjárútboði Eimskips, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins. Í vettvangsferð FME var rætt við stjórnendur hjá Íslandsbanka og Straumi og voru öll umbeðin gögn afhent. Íslandsbanki og Pétur Einarsson, forstjóri Straums, staðfestu vettvangsheimsóknir FME í samtali við Viðskiptablaðið.

Ýmislegt gekk á í lokuðu áskriftarferli á 20% hlut í Eimskip í síðustu viku. Eins og fram hefur komið hættu nokkrir lífeyrissjóðir við að taka þátt vegna kaupréttasaamninga sex stjórnenda. Festa lífeyrissjóður taldi að fjárfestar hafi ekki setið við sama borð og fór fram á rannsókn FME á útboðinu.

Nánarer fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Borga 300 milljónir inn á jólatónleikana
  • Almenningur á móti gistináttaskattinum
  • Klukkubúðir 10-11 á 220 milljónir
  • Hagnaður Icelandair Group í takt við væntingar
  • Actavis og Watson sameinast í einu nafni
  • Ólafur Ólafsson hefði getað hagnast á Al Thani-viðskiptunum
  • Hagar stefna á að greiða veglegan arð
  • Skúli Mogensen ætlar að snúa Icelandair niður á næstu þremur árum
  • Sjúkratryggingar ekki sagðar sinna hlutverki sínu
  • Fatahönnuðurinn Gunnar Hilmarsson ræðir um nýju fatalínuna Freebird
  • Sparið og ræktið eigið grænmeti
  • Kafað í bókina Stasiland
  • Íslensk þýðing á Uppsprettunni eftir Ayn Rand
  • Mælt með íbúðaskiptum
  • Nærmynd af Hörpu Ólafsdóttur, stjórnarformanni Gildis
  • Óðinn skrifar um vitringana þrjá
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um laungetið barn Samfylkingarinnar
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira